
SELÁSBRAUT 98
Fjölbýlishúsið við Selásbraut 98 er staðsett í Árbæ í Reykjavík. Við hliðina á húsinu er útivistarsvæði sem eru skilgreind þannig í hverfisskipulagi sem var samþykkt árið 2020. Stutt er í skóla, leikskóla, verslun og þjónustu og í útvistaparadísina í Elliðárdalnum. Húsið við Selásbraut 98 er skilgreind sem versluna- og þjónustukjarni fyrir Selás samkvæmt hverfisskipulagi.
Það eru tvær samtengdar byggingar við Selásbraut 98. Hús A sem snýr út að götu er á 4 hæðum með 16 íbúðum. Hús B sem er fyrir aftan Hús A er með 9 íbúðir. Á öllum hæðum eru íbúðir af fjölbreyttum stærðum og gerðum. Á jarðhæð í Hús B eru 3 atvinnubil. Eitt stiga- og lyftuhús er hvorri byggingu og hafa íbúðir beint aðgengi frá stiga- og lyftuhúsum.
Í kjallara hússins eru sérgeymslur fyrir allar íbúðir ásamt stórri vagna- og hjólageymslu og sameiginlegum tæknirýmum. Þá eru hjóla- og ruslskýli í porti sunnan megin og annað hjólaskýli norðan megin. Aðalinngangur fyrir bæði húsin er staðsettur á 1. hæð. Bílastæði á lóð er fyrir hverja íbúð í húsunum. Á lóðinni er líka torg, garður og útisvæði tengd atvinnuhúsnæðinu. Gróðurval á lóð styður við stefnu Reykjavíkur um líffræðilegan fjölbreytileika. Safntjörn verður í garði í samræmi við blágrænar ofanvatnslausnir.
Framkvæmdir hófust í maí 2024 og áætluð verklok eru haustið 2025.






